Álagning fjármagnstekjuskatts

Mánudaginn 04. maí 1998, kl. 13:57:39 (6172)

1998-05-04 13:57:39# 122. lþ. 116.17 fundur 698. mál: #A álagning fjármagnstekjuskatts# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 122. lþ.

[13:57]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Þetta er afar athyglisverð fyrirspurn sem hv. þm. Ágúst Einarsson setur hér fram. Ég verð að segja að á sínum tíma þegar Alþingi fjallaði um lögin um fjármagnstekjuskatt sem mörg okkar vorum reyndar afskaplega vonsvikin með, þá býst ég við að flestir hafi séð fyrir sér að vextir yrðu reiknaðir af innstæðum, af því sem fólk mundi greiða af, í árslok og þar með væri rökrétt að vera með einn gjalddaga, 15. janúar.

Nú upplýsir Ágúst Einarsson að þessu sé öðruvísi farið. Hann segir skattheimtuna hins vegar eiga sér á ýmsum tímum eða tekna af þeim sem eiga innstæður, fá vexti eða arð, á ýmsum tímum. Það er fráleitt að peningastofnun geti legið með þær fjárhæðir, hverjar svo sem þær eru, og mér finnst mikilvægt að fram fari athugun á því hvenær þessi skattur er heimtur og í hvaða mæli það gerist að peningastofnanir liggi með vextina eins og hér er bent á.