Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 05. maí 1998, kl. 11:40:33 (6202)

1998-05-05 11:40:33# 122. lþ. 118.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 122. lþ.

[11:40]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er mikill munur á ítarlegri, gagnmerkri og málefnalegri umræðu, þar sem menn koma með ný rök og ný sjónarmið inn í dæmið. Hér hef ég hlustað á ræður aftur og aftur og það eru sömu rökin og sömu málin sem menn eru að tyggja upp aftur og aftur. Þetta er umræða sem skilar ekki neinu. Hún breytir engu um framgang þessa máls og gefur ekkert inn í umræðuna. Ég vil líka benda á það að þegar menn tala í þrjá klukkutíma og þrjú korter þá hefur enginn maður athygli til að fylgjast með slíku, ég vil segja kjaftæði.