Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 05. maí 1998, kl. 11:54:24 (6209)

1998-05-05 11:54:24# 122. lþ. 118.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, Frsm. minni hluta RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 122. lþ.

[11:54]

Frsm. minni hluta félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsv ekki fögurar):

Virðulegi forseti. Ég hef fyrir löngu gert mér grein fyrir því að það er alveg sama hvað ég eða aðrir segjum í þessu máli. Hv. þm. hefur bitið það í sig að reyna að halda því sleitulaust fram að Alþfl. hafi farið villur vegar á einhverju tímabili. Þó svo hafi verið þá fyndist mér að það ætti ekki að skipta neinu máli ef við erum sannfærð um það hvernig fara eigi með mál í dag.

En það er ekki svo. Ég hef svarað þingmanninum mörgum sinnum. Fleiri hafa gert hið sama. Ég hef hlustað á orðaskipti hans við aðra í þessum þingsal um það hvað hefði gerst með breytingu á skipulagslögunum eins og hann hefur vísað til. Það eru fleiri en við jafnaðarmenn sem eru sömu skoðunar um hvernig skuli fara með skipulag og stjórnsýslu miðhálendis Íslands, sem hafa m.a. komið að afreiðslu þess frv. Það er fólk sem ég ber virðingu fyrir.

Ég ber líka virðingu fyrir þingmanninum. Mér finnst það þó fremur þreytandi að hann skuli vera búinn að bíta það í sig að það markmið í sjálfu sér að berja því inn í þingheim að Alþfl. beri ábyrgð á að miðhálendinu sé skipt upp í sveitarfélög, sem er reyndar ákvörðun sem taka á núna. Ég hafna þessum málflutningi en því miður get ég ekkert gert til að breyta hugarfari þingmannsins.