Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 05. maí 1998, kl. 16:27:18 (6221)

1998-05-05 16:27:18# 122. lþ. 118.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 122. lþ.

[16:27]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er mjög mikilvægt að þingmenn sætti sig við þá stöðu sem þeir eru í. Ef það er vilji meiri hluta Alþingis að afgreiða þetta mál eiga hv. þm. í minni hlutanum að sætta sig við þann vilja en ekki að halda áfram og bjóða fram einhverjar sættir, ljúka málinu með einhverjum sáttum. Það er ekki vilji Alþingis að ljúka málinu með sáttum. Það er vilji meiri hluta Alþingis að klára málið. Þetta mál, sem og að sjálfsögðu önnur mál, t.d. húsnæðismálið, sem ég held að sé bakgrunnurinn fyrir þessu málþófi, það mál verður líka afgreitt. Allt það málþóf sem menn stunda hérna gerir bara það að almenningur lítur ekki eins hátt upp til Alþingis og annars skyldi vera. Menn eiga að sætta sig við það sem er staðreynd. Menn eiga að sætta sig við að vera í minni hluta og vinna sem slíkir og koma með málefnalega umræðu en ekki svona langlokur eins og við höfum þurft að hlusta á undanfarna fimm daga.