Fyrirspurn um málefni Landsbankans og Lindar hf.

Miðvikudaginn 06. maí 1998, kl. 10:33:55 (6240)

1998-05-06 10:33:55# 122. lþ. 119.93 fundur 349#B fyrirspurn um málefni Landsbankans og Lindar hf.# (aths. um störf þingsins), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 122. lþ.

[10:33]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Þetta eru fyllilega réttmætar athugasemdir sem komu fram hjá hv. þm. Svavari Gestssyni. Þetta er mjög pínleg staða sem við stöndum frammi fyrir, að þurfa að taka við svörum frá hæstv. viðskrh. og þess vegna bendi ég á að mikilvægt er að svör við þessum fyrirspurnum mínum komi fram í tíma fyrir þinglok því að ég get ekki séð annað vegna fram kominna upplýsinga um afskipti hæstv. viðskrh. af málefni Lindar en að þetta mál hljóti að koma til umræðu í þinginu fyrir þinglok og við hljótum að þurfa að kalla eftir frekari upplýsingum en þeim sem óskað er eftir í þessum fyrirspurnum því að þessar fyrirspurnir frá mér voru komnar fram í þinginu löngu áður en fram komu nokkrar upplýsingar frá yfirmönnum Landsbankans um afskipti hæstv. viðskrh. af málefnum Lindar.

Þess vegna ítreka ég að það er mjög mikilvægt að svör frá hæstv. viðskrh. berist í tíma þannig að þinginu gefist tóm til að ræða málið við aðra úr ríkisstjórninni.