Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 07. maí 1998, kl. 19:13:03 (6282)

1998-05-07 19:13:03# 122. lþ. 120.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 122. lþ.

[19:13]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Vegna orða hv. þm. vill forseti taka fram að forsn. þarf engar sérstakar brýningar. Hún er sér meðvituð um skyldur sínar og valdsvið og forsn. reynir að taka tillit til óska bæði ríkisstjórnar, meiri hlutans á Alþingi, og minni hlutans, en gerir sér áreiðanlega grein fyrir að hún gerir kannski ekki alltaf svo öllum líki.