1998-05-08 00:01:44# 122. lþ. 120.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 122. lþ.

[24:01]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Auðvitað hlýtur það að vera eðlilegt að þeir sem eru kjörnir til sveitarstjórna hafi heilmikil völd og geti neitað ýmsu og ekki síst yfirnefnd. En ég vil vekja athygli á því að í skipulagsmálum og hvað lýtur þeim þá búum við við Skipulagsstofnun. Þessi mál eru í mjög vönduðum farvegi hjá þorra sveitarfélaga á Íslandi. Ég treysti því landsbyggðarmönnum ekki síður en Reykvíkingum til að fara með sín málefni.