Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:04:22 (6327)

1998-05-08 14:04:22# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:04]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Fáheyrð vinnubrögð og yfirgangur hafa einkennt 2. umr. þessa máls. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir fresti á þeirri afdrifaríku ákvörðun sem felst í 1. gr. frv. um að skipta miðhálendinu milli sveitarfélaga, en án árangurs. Félagasamtök og einstaklingar hafa skorað á forsrh. og Alþingi að bíða með þessa ákvörðun. Það er ekkert sem kallar á afgreiðslu þessa frv. nú. Viturlegra hefði verið að afgreiða þjóðlendufrv. og bíða með afgreiðslu þessa umdeilda máls.

Þingflokkur jafnaðarmanna mun taka afstöðu til 1. gr. frv. og bráðabirgðaákvæðis. Að öðru leyti mun þingflokkurinn ekki taka afstöðu til frumvarpsgreina sem koma til afgreiðslu í dag.

Virðulegi forseti. Ég segi já við frávísun á þessu frv.