Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:08:04 (6330)

1998-05-08 14:08:04# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:08]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Við kvennalistakonur lítum svo á að þessi frávísunartillaga sé stuðningur við þau sjónarmið almennings að hér sé um mjög vafasamt mál að ræða sem verði að fresta til að gefa almenningi kost á að kynna sér það betur. Þar á ég fyrst og fremst við 1. gr. frv. og ákvæði til bráðabirgða.

Einnig er óeðlilegt að frv. til laga um breytingu á skipulags- og byggingarlögum sem skiptir máli í því samhengi sem þessi mál eru nú að komast í, skuli ekki afgreitt samhliða þessu frv.

Ég er þeirrar skoðunar að ekkert liggi á að afgreiða þetta frv. og ég segi já við því að vísa því frá.