Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:09:49 (6332)

1998-05-08 14:09:49# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, JónK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:09]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Hér er um að ræða till. um að vísa frá frv. til sveitarstjórnarlaga. Hér er um að ræða heildarendurskoðun á sveitarstjórnarlögum sem hefur verið lengi í vinnslu. Hún hefur hlotið ítarlega og vandaða, þinglega meðferð og tiltölulega góð samstaða er um þessa löggjöf hjá sveitarstjórnum í landinu.

Varðandi hálendið eyðir löggjöfin óvissu um stjórnsýslu á miðhálendi landsins. Hún snertir hvorki eignarhald né nýtingu lands eða frjálsa för fólks um hálendið. Á þessum málum er tekið með öðrum lögum, svo sem lögum um þjóðlendur, skipulagslögum, lögum um náttúruvernd og lögum um landgræðslu svo eitthvað sé nefnt.

Ég tel að sú lagasetning sem er á döfinni um hálendið sé grundvöllur að bættri og skipulegri nýtingu þess í þágu almannahagsmuna. Ég tel ekki ástæðu til að vísa þessu máli frá eða tefja það og segi nei við þessari tillögu.