Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:11:54 (6334)

1998-05-08 14:11:54# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:11]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Það er ekkert sem knýr á um samþykkt þessa máls annað en þrjóska, þvergirðingsháttur, yfirgangur og hroki þessarar ríkisstjórnar. Ég kem upp til þess að mótmæla vinnubrögðum hennar í þessu máli og vekja athygli á því að það er mikil undiralda í þjóðfélaginu og eindregin krafa um að málið fái umræðu í sumar utan þings og innan. Þetta er almannaviljinn. Þetta er heilbrigð skynsemi. Þetta er sanngirni. En ekkert hrín á þessari ríkisstjórn, ekki sanngirnin, ekki heilbrigð skynsemi og ekki almannaviljinn. En sem betur fer, og það ætti að verða hæstv. forsrh. umhugsunarefni, er sú tíð í nánd að almannaviljinn fær tækifæri til þess að stokka upp í Stjórnarráðinu og í þessum sal.