Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:13:42 (6336)

1998-05-08 14:13:42# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, HjálmJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:13]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur að fáheyrð vinnubrögð og yfirgangur hefur einkennt afgreiðslu þessa máls í þinginu þar sem minni hlutinn hefur reynt að kúga meiri hlutann.

Ég harma þá lítilsvirðingu sem ýmsir hv. þm. hafa sýnt íbúum sveitarfélaga á landsbyggðinni. Hv. Alþingi tók einróma ákvörðun um það fyrr á kjörtímabilinu að afhenda sveitarfélögum í landinu ábyrgðina á grunnskólum. Nú er minni hlutinn að vantreysta sveitarfélögum til að bera ábyrgð ásamt ríkinu á óbyggðum svæðum landsins.

Ég segi nei við frávísunartillögunni.