Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:22:33 (6343)

1998-05-08 14:22:33# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:22]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Það er skoðun jafnaðarmanna að miðhálendi Íslands eigi að vera sameign þjóðarinnar, hálendið og auðlindir þess. Það er skoðun okkar að það verði ekki tryggt nema um sé að ræða eitt stjórnsýslusvæði þar sem fulltrúar almannavaldsins fara með stjórnsýsluna og samræma þá stefnu sem móta þarf til þess að nýta þessar auðlindir. Ég segi já.