Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:28:46 (6347)

1998-05-08 14:28:46# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:28]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Við erum að greiða atkvæði um eitt umdeildasta mál seinni tíma í íslenskum stjórnmálum. Hálendi Íslands, eina dýrmætustu perlu landsmanna á nú að reita niður á milli sveitarfélaga með því að draga línur þvert á landslagsheildir, jökla eða hraunbreiður. Ég studdi á sínum tíma þá málamiðlun sem lá í loftinu um þetta mál, enda yrði tryggt að á hálendinu yrði skipulagsleg heild.

Í mínum huga var það alger grundvöllur slíkrar málamiðlunar að nauðsynlegar lagabreytingar yrðu ræddar samhliða frv. Annað er í raun ósvífni af hálfu framkvæmdarvaldsins og sýnir best yfirgang þess gagnvart löggjafarvaldinu. Reiting hálendisins í ræmur milli aðliggjandi sveitarfélaga án þess að fyrir liggi hvernig það verður skipulagt stríðir gegn sannfæringu minni og því greiði ég atkvæði gegn bráðabirgðaákvæði þessa frv. Ég mun sitja hjá við þessa grein sem og aðrar greinar frv. og vísa allri ábyrgð á frv. á hendur ríkisstjórninni.