Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:40:27 (6357)

1998-05-08 14:40:27# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:40]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Það er vissulega mjög ánægjulegt að frá stjórnarþingmönnum skuli koma krafa um að málið verði aftur sent inn í félmn. Þá verður væntanlega hægt að taka málið upp til heildarendurskoðunar. Þá gefst m.a. tækifæri fyrir þá fjölmörgu aðila í þjóðfélaginu, sem skorað hafa á Alþingi að afgreiða málið ekki, til þess að koma þeim athugasemdum á framfæri við félmn., og formaður félmn. hefur einmitt lýst því yfir að það séu fleiri atriði en þetta sem þarf að skoða eftir að það hefur verið gert að umræðuefni hér. Ég vænti þess þá að nefndin, fyrir tilverknað stjórnarþingmanna, taki málið upp til skoðunar að nýju. Ég fagna þessu.

(Forseti (ÓE): Forseti biður um hljóð í salnum.)

Ég hef, virðulegi forseti, þegar greitt atkvæði með því að ýta á hnapp eins og til stendur. En ég þakka þeim þingmönnum stjórnarliðsins sem hafa beitt sér fyrir því að málið komi aftur til umræðu í félmn. innilega fyrir. Málinu er ekki lokið. Það er mjög athyglisvert.