Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:48:29 (6358)

1998-05-08 14:48:29# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:48]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég biðst afsökunar, en ég ætlaði aðeins að vekja athygli á 65. gr. og því að í þessu frv. er mikil fleirtöluveiki, meiri en ég hef áður séð í hliðstæðum textum. T.d. er hér talað um miklar fjárfestingar í kaflafyrirsögn. Mér finnst þetta ljótt og ég mælist til þess, úr því að hv. félmn. hittist á milli umræðna, að hún fækki fleirtölum eins og kostur er í frv. Þetta er afar ósmekklegt í 65. gr.