Þjóðlendur

Laugardaginn 09. maí 1998, kl. 11:56:25 (6379)

1998-05-09 11:56:25# 122. lþ. 123.1 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv. 58/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 122. lþ.

[11:56]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. benti á, og að mínu mati með réttu, að vald forsrh. yfir hálendinu verður afar mikið ef þetta frv. verður samþykkt og fór um það mörgum orðum að það vald yrði að fara vel með. Nú höfum við undanfarna daga rætt mikið, ég hygg í um 50 klukkutíma, um frv. til sveitarstjórnarlaga. Þar hefur hv. þm. haldið því fram að þetta sama land tilheyrði aðliggjandi sveitarfélögum og frv. nefnt tertusneiðafrv. þar sem verið sé að fela aðliggjandi sveitarfélögum yfirráð og eign á þessu sama landi.

Hvernig má það vera að bæði forsrh. í umboði þjóðarinnar fjalli um þetta land og hafi svona mikið um það að segja og jafnframt að sveitarfélögin hafi allt með það að gera?