Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Mánudaginn 11. maí 1998, kl. 11:12:47 (6412)

1998-05-11 11:12:47# 122. lþ. 124.3 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, Frsm. meiri hluta StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 122. lþ.

[11:12]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get svarað því sem hv. þm. Árni Mathiesen hefur lagt til, að styrkja 1. gr. frv. Það var skoðað í meðferð nefndarinnar og við höfum auðvitað velt því fyrir okkur hvort það væri skynsamlegt. Niðurstaðan varð sú að setja þetta inn í nál. eins og þar stendur. Eins og hv. þm. gat um hefur hann þá sömu skoðun og meiri hluti nefndarinnar og þeir sem til nefndarinnar komu að hér sé um fullkomið lögskýringaratriði að ræða. En við munum sjálfsagt gefa gaum að þessu.

Í sambandi við brtt. sem við gerum um orkuna, um virkjunina, að lækka mörkin. Við reynum að rökstyðja þetta og okkur í nefndinni finnst þetta, eftir að hafa farið ítarlega yfir þetta og kynnt okkur málið, skynsamlegt og nægjanlegt. Auðvitað eru engin bönn við því að virkja meira. Það felst ekki í þessu að settar séu einhverjar skorður við því.