Menningar- og tómstundastarf fatlaðra

Mánudaginn 11. maí 1998, kl. 15:25:57 (6433)

1998-05-11 15:25:57# 122. lþ. 124.1 fundur 370#B menningar- og tómstundastarf fatlaðra# (óundirbúin fsp.), MF
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 122. lþ.

[15:25]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég spyr hæstv. félmrh. hvað líður þessari úttekt; hvað kom út úr henni hvað varðar möguleika fatlaðra til menningar- og tómstundastarfs og þeirri nefnd sem hæstv. félmrh. hafði a.m.k. hug á að hæfi þarna störf því að eins og ég sagði áðan að samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, þá hefur það fólk sem var skipað í nefndina ekki verið kallað til starfa. Það er miður vegna þess að það lá fyrir vilji til að þessi úttekt ætti sér stað áður en málefni fatlaðra færu til sveitarfélaga. Þetta er auk þess spurning um það hvernig þeim ályktunum sem hér eru samþykktar er framfylgt.

Það eru tvö ár síðan tillagan til þál. var samþykkt á Alþingi.