Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Mánudaginn 11. maí 1998, kl. 20:32:08 (6456)

1998-05-11 20:32:08# 122. lþ. 124.3 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SvG
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 122. lþ.

[20:32]

Svavar Gestsson (frh.):

Herra forseti. Ég met mikils að forseti skuli nenna að sitja undir ræðu minni. Ég tel mér mikinn sóma sýndan með því, en ég tel út í hött að halda þessari umræðu áfram nema hæstv. iðnrh. sé viðstaddur og reyndar hafði ég líka beðið um að hæstv. umhvrh. yrði hafður hér ekki fjarri þannig að hægt væri að varpa á hann orði svona eftir því sem líður á ræðuhöld mín.

(Forseti (GÁ): Forseti hefur þegar gert ráðstafanir til þess að hæstv. iðrnh. komi. Ég býst við að hann komi hér bara innan stundar. Enn fremur skal forseti gera ráðstafanir til þess að hæstv. umhvrh. komi.)

Herra forseti. Þýðir það það að iðnrh. sé rétt ókominn í hús. Ég get líka gert hlé á ræðu minni.

(Forseti (GÁ): Forseti væntir þess að það verði eftir augnablik.)

Þetta eru nú frekar óskýrar tímatilvitnanir hjá hæstv. forseta. Hvað þýðir ,,augnablik`` og hvað þýðir ,,innan stundar``?

(Forseti (GÁ): Þegar forseti fær skilaboð þá eru þau orðuð svona en síðan verður stundin að ráða því hvort að þetta rætist ekki. --- Hann er á leiðinni og gengur fljótlega í hús.)

Ég býðst til þess að gera hlé á ræðu minni ef það er langt í það að ráðherrann komi. Ég er reiðubúinn til þess, herra forseti, að gera hlé á ræðu minni.

(Forseti (GÁ): Forseta leiðist nú ef hv. þm. hættir að halda ræðuna þarna í stólnum. Þar sem ekki bólar enn á hæstv. iðnrh. er rétt að gera hlé í fimm mínútur.)