Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Mánudaginn 11. maí 1998, kl. 22:39:42 (6461)

1998-05-11 22:39:42# 122. lþ. 124.3 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 122. lþ.

[22:39]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. umhrh. fyrir upplýsingarnar. Þær eru mjög mikilvægar. Ég ætla ekkert að fara að hælast um í málinu og segja: Þetta er það sem við höfum verið að segja, málið hefði þurft að undirbúa aðeins betur en það er veruleikinn og við verðum auðvitað að fylgjast grannt með því sem kemur út úr hv. iðnn. í þessu efni. Við erum ekki spurð að því í minni hlutanum, það er ekki þannig. Þess vegna orða ég þetta svona. Meiri hlutinn gerir bara þessa breytingartillögu. Við höfum aldrei séð þær, eins og að breyta nafninu á lögunum og það heitir allt í einu frv. til laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu en ekki frv. til laga um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu. Við erum því ekki merkilegir pappírar í þessu dæmi en við munum samt sem áður reyna að nota okkur bæði augun þegar við sjáum brtt. og beita skilningarvitunum eins og við höfum vit til en við segjum í nál. okkar að við áskiljum okkur rétt til þess, ef frv. verður ekki stöðvað við 2. umr., að flytja brtt. við 3. umr. við einstakar greinar frv. Mér segir svo hugur um að við munum þurfa á því að halda að flytja allmargar brtt., þótt ekki væri nema til að leiðrétta vissar greinar eins og ég rakti áðan þar sem greinilegt er að ætlunin er samkvæmt orðalagi frv. að láta Orkustofnun fara inn á svið skipulags- og byggingarlaga sem er alger nýjung og ég hef ekki trú á því að nokkur maður hafi áhuga á að láta vera þannig.