Fyrirspurn um málefni Landsbankans og Lindar hf.

Þriðjudaginn 12. maí 1998, kl. 11:09:35 (6489)

1998-05-12 11:09:35# 122. lþ. 125.95 fundur 379#B fyrirspurn um málefni Landsbankans og Lindar hf.# (um fundarstjórn), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 122. lþ.

[11:09]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. viðskrh. fyrir svör hans við þessari spurningu sem ég beindi til hæstv. forseta áðan. Aftur á móti vísa ég á bug þeirri fullyrðingu hæstv. viðskrh. að ég hafi verið að gefa mér eitthvað um þau svör sem væntanleg eru. Það hef ég alls ekki gert.

(Forseti (StB): Forseti vill vekja athygli hv. þm. á því að hér fara ekki fram efnislegar umræður heldur eru hér ...)

Ég er að bera af mér sakir, herra forseti.

(Forseti (StB): Forseti gaf hv. þm. orðið um fundarstjórn forseta.)

Herra forseti. Hæstv. viðskrh. bar það á mig að ég hefði verið að gefa mér það hvað fælist í þeim svörum sem væntanleg væru um málefni Lindar og Landsbankans. Það er ekki rétt.

Aftur á móti hafa vaknað ýmsar fleiri spurningar í kjölfar yfirlýsinga frá fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands og það var í það sem ég vísaði í máli mínu þegar ég kallaði eftir upplýsingum um svör við þeim spurningum sem ég hef þegar borið fram á þinginu.