Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 12. maí 1998, kl. 18:46:31 (6513)

1998-05-12 18:46:31# 122. lþ. 125.2 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 122. lþ.

[18:46]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Það hefur sem sé ekki verið haldinn neinn sáttafundur með þjóðinni. Það sem meira er, hv. þm. segir að sér virðist að meiri hluti þjóðarinnar sé á sömu skoðun og við jafnaðarmenn. Ég veit ekki hvernig Göbbels hefði haldið á þessu máli því að öfugt við hv. þm. þá þekkti ég aldrei Göbbels. En það að segjast í öðru orðinu að hafa samið sátt við þjóð sína og segja í hinu orðinu að sáttafundur hafi aldrei verið haldinn og þjóðin sé í raun á öndverðri skoðun mundi sjálfsagt hafa sæmt vel málflutningi þessa Göbbels sem ég þekki ekki en hv. þm. þeim mun betur.