Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 12. maí 1998, kl. 18:47:24 (6514)

1998-05-12 18:47:24# 122. lþ. 125.2 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 122. lþ.

[18:47]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þarf ekki að nota þessar tvær mínútur. Ég bjóst ekki við því að hv. þm. væri svo illa lesinn að hann hefði aldrei heyrt talað um þennan sérstaka mann. En ég ætla ekkert að fara að rifja upp söguna fyrir hv. þm. Ég vona að hann lesi þetta þó síðar verði og ég get hugsanlega fundið þá bók. En þetta var einn mesti áróðursmeistari seinna stríðs sem hefur verið tekinn sem dæmi fyrir að beita snilldarlegum aðferðum við að koma mönnum til þess að trúa einhverju öðru en var sannleikurinn þegar betur var að gáð. Ég gæti hjálpað hv. þm. að finna þessar upplýsingar ef hann kærir sig um en að öðru leyti vona ég að hann átti sig á því fyrr en síðar að hann þarf að kynna sér málin betur. (SJS: Er þingmaðurinn sérfræðingur í Göbbels?)