Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 12. maí 1998, kl. 19:00:36 (6522)

1998-05-12 19:00:36# 122. lþ. 125.2 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 122. lþ.

[19:00]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir að viðurkenna þó rétt einstaklingsins til að nýta að einhverju þau réttindi sem eru falin undir yfirborðinu, eins og grunnvatnið.

Og síðan er það spurning með nýtingu á þeim réttindum sem eru neðar. Það má vel vera að það sé ósanngjarnt að hitaveitan borgi fyrir þá dælingu. Í mínum huga er það ekki. Það hlýtur að vera grundvallaratriði þegar um einka- og eignarrétt er að ræða að tekin séu með öll þau réttindi sem slíkri landnotkun eða landareign getur fylgt. Það eru engin rök fyrir því að enda eigi við 100 m eða 500 m. (Gripið fram í.) Mér finnst að eignarrétturinn eigi að ná þannig að um eðlilega nýtingu sé að ræða á þeim auðæfum sem landareignunum geta fylgt.