Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 12. maí 1998, kl. 19:32:37 (6535)

1998-05-12 19:32:37# 122. lþ. 125.2 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 122. lþ.

[19:32]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hélt að ég hefði svarað því í hverju málamiðlunin fólst. Til að taka kannski örlítið gleggra dæmi og hafa myndina dálítið skýrari, þá getum við hugsað okkur að ef Framsfl. hefði verið í stjórnarsamstarfi við Alþb. og myndað meiri hluta á Alþingi, þá segi ég að sennilega hefði niðurstaðan orðið sú sama. Við hefðum ákveðið að festa í sessi réttarframkvæmdina og þau lög sem eru í gildi um nýtingarréttinn eins og hann er í dag og setja skýrar reglur um rannsóknarleyfin og um nýtingarleyfin. Þetta er hin pólitíska málamiðlun. Ég veit ekki hvort þetta svarar spurningu hv. þm. Ef við hefðum verið í samstarfi við annan flokk þá hefði niðurstaðan kannski orðið nákvæmlega sú sama.