Samráð um þingstörfin

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 11:07:31 (6543)

1998-05-13 11:07:31# 122. lþ. 126.92 fundur 381#B samráð um þingstörfin# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[11:07]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill taka fram, vegna kvartana sem fram hafa komið og snúa að þeirri atkvæðagreiðslu sem nú er senn að hefjast, að hann telur mjög mikilvægt að eins mikið ráðrúm gefist þingheimi að vita um slíkt og með eins löngum fyrirvara og á er kostur. Hafi orðið á því misbrestur, þá verður reynt að tryggja að það komi ekki fyrir aftur.

Í annan stað, varðandi samskipti forsetadæmis og yfirstjórnar þingsins og þingflokksformanna, þá væntir sá forseti sem hér stýrir fundi að strax á þessum degi verði reynt eftir föngum að koma þeim samskiptum í eins eðlilegt horf og hægt er.