Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 11:28:34 (6559)

1998-05-13 11:28:34# 122. lþ. 126.1 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[11:28]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Vegna fyrirspurna hv. þm. um fyrirkomulag tilkynninga um fjarvistir hv. þm. þá tók forsn. ákvörðun um það ekki fyrir margt löngu að skrá þess efnis, fjarvistaskrá, lægi frammi í stað þess að rekja hér nafn hvers einasta þingmanns sem hefði fjarvistarleyfi. En tilkynningin er jafnskýr eftir sem áður. Hafi hv. þingmenn áhuga á því að kynna sér hvernig viðveru er háttað þann daginn þá liggur sú skrá hér frammi. Þetta vildi forseti segja af þessu tilefni.

Forseti vill einnig árétta vegna þessarar umræðu að mikilvægt er að hæstv. ráðherrar eins og hv. þingmenn sinni þingskyldu sinni en auðvitað er það þannig stundum með alla hv. þm. að því verður ekki við komið og því er þessi háttur hafður á að menn tilkynna um lögmætar fjarvistir.

Í þriðja lagi vill forseti árétta að þetta mál er á forræði iðnn. og kemur þaðan til þingsins og er sem sé á forræði Alþingis.