Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 11:33:25 (6563)

1998-05-13 11:33:25# 122. lþ. 126.1 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[11:33]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti er hjartanlega sammála hv. þm. um það. Þetta voru mismæli. Það er ekki gott að viðhafa þetta orðalag og forseti mun taka orð hv. þm. til eftirbreytni.

Forseta er mest umhugað um að þingstörf geti gengið greiðlega fyrir sig og telur í ljósi þessarar langvarandi umræðu um atkvæðagreiðslu að skynsamlegt sé að gert verði tíu mínútna hlé á fundinum og að atkvæðagreiðslunni verði fram haldið kl. 15 mínútur fyrir tólf.