Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 12:03:34 (6568)

1998-05-13 12:03:34# 122. lþ. 126.1 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[12:03]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Með orðalagi í orðskýringu við það hvað falla skuli undir hugtakið ,,eignarland`` er því slegið föstu að þar með skuli teljast landsvæði innan netalaga í stöðuvötnum og sjó. Með þessu er verið að færa út eignarhald landeigandans til að taka einnig yfir landsvæðið innan netalaga, t.d. á sjávarbotni. Hér er augljóslega verið að færa út rétt landeigandans umfram það sem verið hefur í rétti á umliðnum árum og áratugum og m.a. nýlegir dómar staðfesta. Með öðrum orðum, sú breyting eða orðskýring sem verið er að lögfesta, þegar hún er lesin saman við 1. og 3. gr. frv., felur í sér ótvírætt afsal á réttindum og landsvæði sem hefur áður tilheyrt almenningum eða ekki verið sjálfkrafa í eigu landeigenda. Þessu erum við andvíg og greiðum atkvæði gegn 1. mgr. 2. gr. frv.