Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 12:19:40 (6576)

1998-05-13 12:19:40# 122. lþ. 126.1 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, RA (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[12:19]

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Samkvæmt frv. um þjóðlendur á sérstök óbyggðanefnd, skipuð nefndarmönnum sem fullnægja skilyrðum um að geta gegnt embætti héraðsdómara, að skera úr um eignarrétt í þjóðlendunum. Ég tel að um leið og gengið er frá eignarrétti að eignarlandi þá væri auðvitað sjálfsagt að láta löglærða menn skera úr um það deiluatriði, hvort landeigendur geti gert kröfu til alls þess sem undir landinu er inn að miðpunkti jarðar. Það er greinilega svo fáránlegt að ætla að lögfesta það hér án þess að láta slíkan dóm ganga, að því verður engan veginn unað. Ég segi nei.