Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 12:22:16 (6578)

1998-05-13 12:22:16# 122. lþ. 126.1 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[12:22]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Þetta frv. sem við erum að staðfesta hér í atkvæðagreiðslu við 2. umr. er satt að segja ótrúlegur löggerningur. Mér hefur fundist að eignarréttur landeigenda væri nægilega vel tryggður eins og hann er í íslenskum lögum í dag. Hér á að bæta um betur og tryggja eignarrétt þeirra að öllu sem kann að finnast í þeirra landareign, inn að iðrum jarðar, um aldur og ævi. Ég spyr bara, hæstv. forseti, hversu langt upp nær þessi eignarréttur?