Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 12:33:19 (6582)

1998-05-13 12:33:19# 122. lþ. 126.1 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[12:33]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ástæðan fyrir því að ég greiði atkvæði gegn þessum tölulið er sú að hér er gert ráð fyrir því að fela Orkustofnun verkefni sveitarfélaga, en eins og kunnugt er hafa sveitarfélögin það verkefni að fara yfir frumdrætti að mannvirkjum. En hér er gert ráð fyrir því að þessi verkefni verði tekin af sveitarfélögum og færð Orkustofnun, sem er algerlega fáránlegt. Ég dreg þetta hér fram líka, herra forseti, til að sýna að á frv. eru stórkostlegir tæknilegir gallar, missmíðar fyrir utan hin efnislegu atriði sem við höfum áður rakið.