Húsnæðismál

Föstudaginn 15. maí 1998, kl. 12:31:54 (6606)

1998-05-15 12:31:54# 122. lþ. 128.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, Frsm. minni hluta KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 122. lþ.

[12:31]

Frsm. minni hluta félmn. (Kristín Ástgeirsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta skýrir ekki mikið fyrir mér. Eins og ég hef látið koma fram hef ég sjálf reynslu af að vinna í þessu kerfi og ég spyr: Er það kostnaðurinn? Er það það atriði að geta ekki valið sér íbúð þar sem fólk vill helst vera sem er náttúrlega erfitt t.d. á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve lóðaframboð er takmarkað og hve félagslegum íbúðum hefur verið vísað mikið í úthverfin? Er það eignamyndunin eða hvað er það? Og er þá ekki nær að reyna að taka á þeim atriðum, það má kannski segja að með því að koma á ákveðnu frelsi verður þó hægt að velja ef íbúðir eru til staðar, eða hvað er þetta? Ég vil leyfa mér að draga mjög í efa að slíkar kvartanir séu nægilegt efni til þessara miklu breytinga sem munu leiða til þess að ákveðinn hópur sem nú á þess kost að vera í kerfinu verður óhjákvæmilega úti og mér finnst þetta ekki nægjanlegar skýringar hjá ráðherranum.