Húsnæðismál

Föstudaginn 15. maí 1998, kl. 12:35:38 (6609)

1998-05-15 12:35:38# 122. lþ. 128.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 122. lþ.

[12:35]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það gæti alveg eins verið hægt að halda því fram að hv. stjórnarandstæðingar væru að ganga erinda verkalýðshreyfingarinnar en sums staðar sameinast þetta í einum og sama manninum eins og hinum hv. þm. Alþb. og óháðra. Þeir sem eru ánægðir í félagslega kerfinu geta bara búið áfram ánægðir í sínu félagslega kerfi og það verður ekkert af þeim tekið. Þeir halda öllum réttindum sínum. Við erum að reyna að skapa betri kost fyrir þá sem koma nýir inn í kerfið.