Húsnæðismál

Föstudaginn 15. maí 1998, kl. 12:40:30 (6614)

1998-05-15 12:40:30# 122. lþ. 128.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 122. lþ.

[12:40]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hvað heldur hæstv. ráðherra að til séu margar fjölskyldur hér á Íslandi sem eiga ekki 500 þús. kr. til að leggja fram? Ráðherrann er að afnema 100% lánin. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra að því: Af hverju er ekki hægt að bíða til ársins 2000 þegar það liggur fyrir hvað verður um það fólk sem nú er sett á götuna? Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að bíða eftir því? Síðan er það fráleitt sem hæstv. ráðherra heldur fram að viðbótarkostnaðurinn sem fólk verður fyrir þegar það fer inn í þetta kerfi, sem getur verið á bilinu frá 70 til 100 þús., að það fái hann bætt í gegnum vaxtabótakerfið vegna þess að það er ákveðið þak á þessu vaxtabótakerfi sem hæstv. ráðherra neitar að breyta, sem er nauðsynlegt ef fólk á að vera jafnsett í þessu nýja kerfi og því gamla, bara að því er varðar greiðslubyrðina þótt við tökum ekki þann viðbótarkostnað sem á að koma á. Og að hæstv. ráðherra beri það á borð fyrir okkur að þetta kerfi kosti meira og það muni koma meiri framlög úr ríkissjóði en nú er gert ráð fyrir, það trúir því enginn miðað við reynsluna sl. þrjú ár þar sem Byggingarsjóður verkamanna hefur verið sveltur.