Húsnæðismál

Föstudaginn 15. maí 1998, kl. 12:43:36 (6617)

1998-05-15 12:43:36# 122. lþ. 128.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 122. lþ.

[12:43]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Enda þótt eitthvert los sé á hv. þm. Ögmundi Jónassyni nú um stundir og hann sé að verða meira og meira óháður á ég ekki von á að hann gangi í Framsóknarflokkinn, ekki heldur Grétar Þorsteinsson, og eru þó báðir vel viti bornir menn. Það er ekkert skilyrði að menn séu í Framsfl. Það er mikill misskilningur. (BH: Það mátti skilja það svo.) Við Framsóknarmenn eigum í verkalýðshreyfingunni ágæta fulltrúa. En ég hef átt ágætt samstarf um ýmsa hluti við forustumenn verkalýðshreyfingarinnar og ég met skoðanir þeirra mjög mikils en það breytir ekki því að flestir af toppunum eru alþýðubandalagsmenn, einstöku toppur er alþýðuflokksmaður.