Húsnæðismál

Föstudaginn 15. maí 1998, kl. 12:48:29 (6621)

1998-05-15 12:48:29# 122. lþ. 128.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 122. lþ.

[12:48]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Prósentuna skal ég nefna þegar ég hef fengið tillögur frá stjórn Íbúðalánasjóðs. Hún á að bera ábyrgð á Íbúðalánasjóði og á að leggja verklagsreglur um greiðslumat.

Ég sagði frá því í tölu minni áðan, nokkuð ítarlega, hvar, hvernig og hvenær endarnir mundu verða hnýttir. Það er að vísu alveg rétt hjá hv. þm. að það eru lausir endar. Við erum bara ekki fær um að binda þá vegna þess að það þarf að koma ... --- eggið og hænan, já --- ákveðnir hlutir þurfa að gerast, t.d. að stjórn komi fyrir Íbúðalánasjóð áður en hægt er að hnýta þessa enda. (Gripið fram í.) Það er ekki á færi mínu og samkvæmt þessu frv. er mér ekki veitt heimild til að ákveða einstök atriði nema að fengnum tillögum stjórnar sem ekki er búið að skipa.