Ummæli forsætisráðherra í fréttatíma sjónvarps

Föstudaginn 15. maí 1998, kl. 20:44:41 (6640)

1998-05-15 20:44:41# 122. lþ. 128.93 fundur 394#B ummæli forsætisráðherra í fréttatíma sjónvarps# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 122. lþ.

[20:44]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ég beini þeirri spurningu til hæstv. forseta hvort honum finnist eðlilegt að þessi umræða fari fram með þessum hætti. Hér tala formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar til hæstv. forsrh. eða öllu heldur í tóman stól hæstv. forsrh., sem kemur með yfirlýsingar sínar fram í fjölmiðlum en lætur ekki svo lítið að koma hingað á Alþingi og bera þær þungu ásakanir sem hann bar fram í ríkissjónvarpinu í kvöld á Alþingi þannig að við gætum rætt við hann augliti til auglitis. Ég hef beint spurningu til hæstv. forseta Alþingis og óska eftir svörum við henni.