Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 11:17:00 (6691)

1998-05-18 11:17:00# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, VS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[11:17]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Með þessari lagabreytingu eru gerðar veigamiklar endurbætur á félagslega húsnæðiskerfinu. Ekki er dregið úr hinni félagslegu aðstoð en valfrelsi einstaklinga er aukið verulega með því að taka upp félagslegt lánakerfi í staðinn fyrir félagslegt íbúðakerfi. Hið félagslega íbúðakerfi sem nú er verið að loka var barn síns tíma.

Þeir einstaklingar sem nú eru í félagslega kerfinu halda öllum réttindum sínum samkvæmt gildandi lögum. Átak verður gert til að fullnægja þörf fyrir leiguíbúðir. Húsaleigubætur eru nú greiddar í öllum sveitarfélögum á allt leiguhúsnæði til lágtekjufólks.