Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 11:19:10 (6693)

1998-05-18 11:19:10# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[11:19]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Það var sýnt fram á það hér við 2. umr. um þetta mál að frv. er ekki til þess fallið að auka öryggi landsmanna í húsnæðismálum. Frv. er ekki til þess fallið að auka jafnrétti landsmanna í húsnæðismálum. Þvert á móti er lægst launuðu hópunum vísað út á guð og gaddinn. Félagslega samhjálpin í húsnæðiskerfinu lögð niður án þess að nokkuð tryggt komi í staðinn. Tilgangur frv. er því ekki í samræmi við efni þess og vísa ég því allri ábyrgð á þessu frv. á hendur ríkisstjórninni og greiði ekki atkvæði.