Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 11:22:38 (6696)

1998-05-18 11:22:38# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[11:22]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Yfirlýstur tilgangur þessa frv. er að taka upp félagslegt lánakerfi í staðinn fyrir félagslegt íbúðalánakerfi. Ég verð að segja að ef það er falið í þessu frv. og einnig það valfrelsi sem hv. 3. þm. Norðurl. e. nefndi hér áðan, þá er frv. á dulmáli.

Ég hef lesið frv. aftur á bak og áfram og það er ekkert í því sem tryggir framhaldið. Með því að samþykkja þetta frv. er verið að stefna öllum þessum málum út í óvissuna og miklar líkur eru á að stór hluti þeirra sem áður hafa fengið fyrirgreiðslu á félagslega íbúðalánamarkaðnum fái ekki fyrirgreiðslu vegna þröngs greiðslumats. Þar að auki eru ekki neinar leiguíbúðir til reiðu í þjóðfélaginu til að vísa þeim hópi þá á.

Ég er mjög andvíg þessu frv. og greiði ekki atkvæði.