Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 11:30:24 (6702)

1998-05-18 11:30:24# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, SJS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[11:30]

Steingrímur J. Sigfússon (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við þingmenn erum alltaf þakklátir virðulegum forseta fyrir að minna okkur á skyldur okkar. Ég verð þó að segja alveg eins og er að mér fannst þessi ádrepa virðulegs forseta minna helst á það sem stundum er sagt, að það hendi prestana að skamma þá fáu sem mæta í messurnar vegna hinna sem ekki koma.

Ég held að ádrepa hæstv. forseta eigi að beinast að öðrum, við þetta tilefni, heldur en stjórnarandstöðunni. Ég held að það sé líka nauðsynlegt, herra forseti, að við fáum nafnakall í næstu atkvæðagreiðslu þannig að ljóst verði hverjir það eru sem hafa þá átt þetta skilið.