Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 11:32:54 (6704)

1998-05-18 11:32:54# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[11:32]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill upplýsa að hann hefur fengið upplýsingar um að tvö nöfn hafi fallið niður af fjarvistarskrá, þ.e. hv. 2. þm. Austurl. Jón Kristjánsson og hæstv. sjútvrh. Þorsteinn Pálsson sem er erlendis. Enn vantar skýringar á fjarvist þriggja stjórnarliða og það er sjálfsagt að telja þá upp ef það mætti verða til þess að ekki yrði krafist nafnakalls um næstu grein. Þeir eru Árni Johnsen, Einar Oddur Kristjánsson og Stefán Guðmundsson.