Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:02:03 (6708)

1998-05-18 12:02:03# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, RG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:02]

Rannveig Guðmundsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þingflokkur jafnaðarmanna hefur rætt þá alvarlegu stöðu í þinghléi að ríkisstjórn og stjórnarflokkar hafa ekki bolmagn til að afgreiða þetta frv. vegna fjarveru þingmanna, sumra án fjarvistarleyfis. Þrátt fyrir harða andstöðu þingflokks okkar gagnvart þessu frv. og afgreiðslu þess munu þingmenn jafnaðarmanna axla skyldur sínar skv. 64. gr. þingskapa þar sem segir:

,,Skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu nema hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi.``

Við munum þess vegna, herra forseti, ekki vera með frekari andmæli við því að atkvæðagreiðslu verði fram haldið.