Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:08:52 (6713)

1998-05-18 12:08:52# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:08]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Með þessari grein er verið að stofna nýja ríkisstofnun en Húsnæðisstofnun ríkisins er þar með lögð niður. Þetta gerist án þess að réttindi starfsfólks séu tryggð á nokkurn hátt í lögunum. Ekki er einu sinni vilji til þess að kveða á um forgang starfsfólks að störfum. Þetta er algerlega óviðunandi og ég greiði atkvæði gegn þessari grein.