Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:11:58 (6715)

1998-05-18 12:11:58# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:11]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Þessi grein felur það í sér að ráðherra hefur einn vald til þess að skipa stjórn Íbúðalánasjóðsins til fjögurra ára í senn. Hér með er verið að taka út og breyta því að Alþingi kjósi stjórn yfir húsnæðismálum án þess að það hafi verið rætt efnislega á þingi eða úti í þjóðfélaginu hvað sé rétt í þeim efnum, hvar Alþingi eigi að koma að eftirlitshlutverki sínu með því að kjósa menn í stjórn og hvar ekki. Þetta er algerlega óásættanlegt, hæstv. forseti, bæði það mikla vald sem ráðherrann hefur og einnig það hvernig menn ganga fram í því að taka fulltrúa Alþingis í burtu án þess að við höfum rætt það í þaula hvernig þeim málum skuli háttað. Því greiði ég atkvæði gegn þessari grein.