Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:21:15 (6722)

1998-05-18 12:21:15# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:21]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með þessu ákvæði er staðfest að félagsleg aðstoð í húsnæðismálum láglaunafólks á Íslandi er liðin tíð. Sjóðurinn skal standa undir sér sjálfur með markaðsvöxtum og gjaldtöku af láglaunafólki. Hér er hátt reitt til höggs gagnvart fátæku fólki á Íslandi. Þetta sýnir skilningsleysi ráðherranna gagnvart þeim verst settu og verður svartur blettur á þessari ríkisstjórn um alla framtíð. Ég segi nei.