Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:24:42 (6724)

1998-05-18 12:24:42# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:24]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er verið að skera á þau tengsl sem verkalýðshreyfingin átti inn í húsnæðiskerfið. Ekki er nóg með að dregið sé úr valdsviði og umsvifum húsnæðisnefndanna heldur er fulltrúum launafólks ýtt þaðan út. Húsnæðisnefndirnar eiga að sinna eftirlits- og aðhaldshlutverki og ég spyr: Hver er sá aðili í þjóðfélaginu sem er líklegastur til að sinna þessu hlutverki? Það er verkalýðshreyfingin. Þess vegna á að efla tengsl hennar við þetta kerfi, ekki draga úr þeim tengslum eins og hér er lagt til.