Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:25:49 (6725)

1998-05-18 12:25:49# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:25]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er á ferðinni enn eitt ákvæðið í frv. sem felur í sér aukin útgjöld frá því sem nú er fyrir láglaunafólk með gjaldtöku sem er 70--100 þús. kr. hærri en í dag fyrir að komast inn í kerfið og 100--200 þús. kr. meira vegna sölulauna til fasteignasala sem fitna nú verulega á kostnað láglaunafólks. Ábyrgðina af þessari ósvífni verður ríkisstjórnin sjálf að bera. Ég greiði ekki atkvæði.